Bjarni Gíslason flytur glænýjar fréttir frá Malaví
Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið og stilla saman strengi
Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma næst saman í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 25. mars kl. 12:00 og snæða saman. Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.
Skráning
Tilkynna þarf þátttöku á netfangið help@help.is eða í síma 528 4400 fyrir kl. 9:00 fimmtudaginn 21. mars. Verð fyrir máltíðina er 3.000 kr. og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Að þessu sinni verða kótilettur í matinn, með öllu tilheyrandi, sem Kristín Hraundal kirkjuvörður Grensáskirkju mun framreiða.
Nýjar og áhugaverðar upplýsingar
Yfir hádegisverðinum mun Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar bera hópnum glænýjar fréttir af störfum Hjálparstarfsins í Malaví. En einmitt þessa dagana er hann staddur þar á ferð, og verður ef Guð lofar, nýkominn til landsins á mánudaginn. Mögulegt verður að spyrja hana út í einstök atriði og eiga samtal um hið ómetanlega starf Hjálparstarfs kirkjunnar á þeim slóðum.
Hugmyndin
Hugmyndin að baki samverunum er að fólk geti hist stutt í hádeginu, borðað saman og rætt málefni Hjálparstarfs kirkjunnar og hvernig hver og einn og hópurinn í heild sinni geti stutt við starfið.
Hjartanlega velkomin
Öll sem hafa áhuga á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.