Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Bjarni Atlason syngja einsöng
Útvarpsmessa Rásar eitt, sunnudaginn 7. apríl nk. er upptaka frá fimmtudeginum 4. apríl sl. og verður send út á Rás eitt kl. 11.
Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris organista.
Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór, mun flytja "What a wonderful world" með íslenskum texta Kristjáns Hreinssonar "Þetta er yndislegt líf".
Bjarni Atlason barítónn mun flytja lagið "Fögnuður", sem er texti Matthíasar Johannesen við lag Jónasar Þóris.
Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Hólmfríði Ólafsdóttur djákna og Báru Elíasdóttur messuþjóni.
Messutón Bjarna Þorsteinssonar verður notað, þar sem Sæluboðin verða tónuð, líkt og gert er í fermingarathöfnum Bústaðakirkju, sem nú eru nýafstaðnar.
Útvarpsmessan verður á dagskrá Rásar eitt, sunnudaginn 7. apríl nk. kl. 11. Síðan verður hægt að nálgast hana á spilara RÚV. Við þökkum tæknimönnum og starfsfólki RÚV fyrir gott samstarf.