Glæsileg dagskrá, frábærar viðtökur
Hádegistónleikar fóru fram hvern miðvikudag í Bleikum október í Bústaðakirkju. Dagskráin var fjölbreytt og glæsileg og viðtökur gesta frábærar. Aðgangur var ókeypis á alla tónleikana, en tónleikagestir lögðu margir fram fjármagn til stuðnings Ljósinu og keyptu einnig Bleiku slaufuna.
Á fyrstu tónleikunum var ítalskur taktur þar sem Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Jónas Þórir léku ítalska tónlist.
Á öðrum tónleikunum lék Svanur Vilbergsson spænska gítartónlist.
Á þriðju tónleikunum var komið að Valdimar og Jónasi Þóri, þar sem þeir fluttu lög Magga Eiríks.
Á fjórðu og síðustu tónleikunum sungu félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju Suður-Ameríska tónlist og tangótónlist, Anna Sigríður Helgadóttir sópran söng einsöng, Matthías Stefánsson lék á fiðlu. Stiginn var tangódans á tónleikunum af Bryndísi Halldórsdóttur og Hany Hadaya.
Viðtökur voru geysigóðar.
Við þökkum þessum frábæru listamönnum þátttökuna og ykkur öllum komuna og einnig stuðninginn við Ljósið og Bleiku slaufuna.
Lausleg talning gefur til kynna að í kringum 1000 manns hafi sótt hádegistónleikana í Bústaðakirkju að þessu sinni.
Helgihald sunnudaganna tók einnig mið af Bleikum október, þar sem dagskráin var fjölbreytt og þátttaka góð. Sunnudaginn 15. október var haldin listahátíð barnanna, þar sem barnakór Fossvogs söng í barnamessunni klukkan 11 og Skólahljómsveit Austurbæjar lék í fjölskyldumessunni klukkan 13. Reikna má með að þann sunnudaginn hafi um 500 manns lagt leið sína í Bústaðakirkju.
Við erum þakklát fyrir góða þátttöku og samstarf við marga í sókninni.
Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Diddú, Jóhann Friðgeir og Jónas Þórir
Á fyrstu tónleikunum var ítalskur taktur þar sem Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Jónas Þórir léku ítalska tónlist.
Svanur Vilbergsson
Á öðrum tónleikunum lék Svanur Vilbergsson spænska gítartónlist.
Valdimar og Jónas Þórir
Á þriðju tónleikunum var komið að Valdimar og Jónasi Þóri, þar sem þeir fluttu lög Magga Eiríks.
Tangódans stigin, Matthías Stefánsson lék á fiðlu og Anna Sigríður Helgadóttir, sópran, söng
Á fjórðu og síðustu tónleikunum sungu félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju Suður-Ameríska tónlist og tangótónlist, Anna Sigríður Helgadóttir sópran söng einsöng, Matthías Stefánsson lék á fiðlu og Jónas Þórir á flygil. Stiginn var tangódans af Bryndísi Halldórsdóttur og Hany Hadaya.
Verið hjartanlega velkomin
Við þökkum þessum frábæru listamönnum þátttökuna og ykkur öllum komuna og einnig stuðninginn við Ljósið og Bleiku slaufuna. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í dagskrá Bústaðakirkju og Fossvogsprestakalls.