22
2024 November

Sumar í Fossvogsprestakalli

Nú er vikulegt starf í Fossvogsprestakalli að mestu komið í sumarfrí. 

Messur eru í Grensáskirkju á sunnudagsmorgnum kl. 11 fram í miðjan júlí en kirkjan er lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 6. ágúst. 

Bústaðakirkja er opin í allt sumar, nema um verslunarmannahelgina. Kvöldmessur eru í Bústaðakirkju kl. 20. 

Verum velkomin til kirkju, líka á sumrin!

 

Dagskráin okkar hefst svo af fullum krafti upp úr miðjum ágúst með fermingarbarnanámskeiði í báðum kirkjum dagana 19.-21. ágúst.

Vikulega starfið fer síðan af stað um mánaðarmótin ágúst - september:

Kyrrðar- og fyrirbænastundir á þriðjudögum kl. 12 í Grensáskirkju

Eldriborgarstarf á miðvikudögum kl. 13-16 í Bústaðakirkju

Kaffispjall á fimmtudögum kl. 10-12 í Grensáskirkju 

Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10-12 í Bústaðakirkju

Núvitundarstundir á fimmtudögum kl. 18.15 í Grensáskirkju

Tólfsporastarf hefst fimmtudaginn 1. september kl. 19.15 í Grensáskirkju

Að auki eru kvenfélagsfundir, prjónaklúbbur og karlakaffi mánaðarlega í Bústaðakirkju yfir veturinn. 

Prestar og djákni heimsækja 10-12 félagsmiðstöðvar eldri borgara í hverjum mánuði og eru með fræðslu um sorg og von í tveimur framhaldsskólum. 

Nóg að gera!!!