25
2024 November

Hörkudugleg undmenni

Og meira frá Vinnuskólanum. Þessi hörkuduglegu ungmenni sem við höfum hjá okkur þessar vikurnar eru búin að lyfta grettistaki hjá okkur í prestakallinu. Sama hvort það er garðvinna, þrif eða tiltekt taka þau öllum verkefnum með bros á vör. Ásýnd Grensáskirkju og Bústaðakirkju hefur breyst til muna þökk sé þeirra vinnu.

Forvarnir og Hættuspilið

Við tökum öllu forvarnarstarfi alvarlega hér í Fossvogsprestakalli. Því fórum við auðvitað í klassíska forvarnarspilið Hættuspilið eftir hádegismatinn í gær. Þar lærum við mikilvægar lexíur, eins og um mikilvægi þess að tryggja og hætturnar sem fylgja því að fara á rúntinn með Sigga sýru.
Þvílík gleði sem það er að fylgjast með þessum ungmennum vinna. Þau sannarlega fylla kirkjurnar okkar af skemmtilegheitum.
Fyrir og eftir

Hér má sjá árangurinn af vinnunni hjá stígnum við bjölluturn Bústaðakirkju