25
2024 November

Mikið fjör í karamelluspurningakeppni

Það var heilmikið fjör í karamelluspurningakeppni í vikunni í æskulýðsstarfinu. Reglurnar voru mjög einfaldar. Svarið rétt og fáið karamellu. Svo karamellurnar flugu út, enda miklir snillingar í starfinu hjá okkur. Spurt var um manneskjur, staði, lög, dýr, ártöl, kvikmyndir, atburði, já eiginlega um allt milli himins og jarðar. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar sem að voru spurðar. Veist þú svarið?

Veist þú svarið?

1. Hvaða hátíð hataði Trölli?

2. Hvað voru Bítlarnir margir?

3. Hvar fæddist Jesús?

4. Hvað heitir Bæjarfógetinn í Kardemommubænum?

5. Hvað hét fjórði forseti Íslands?

6. Fyrir framan hvaða hana má alls ekki leggja bílum?

7. Hvaða bandaríska tónlistarkona senda frá sér lagið "Anti-Hero" árið 2022?

8. Hversu mörg börn eignuðust Barbapabbi og Barbamamma?

9. Hver er níundi jólasveininn?

10. Frá hvaða bæ er íþróttafélagið Tindastóll?

11. Hvað heitir bróðir Ídu í Kattholti?

12. Hvað var hæsta fjallið á jörðinni áður en Mt. Everest var uppgötvað?

13. Hvað heita aðventukertin fjögur?

14. Hvað eru margir hringir í þríhyrningi?

15. Frá hvaða landi er kokkurinn í "Prúðuleikurunum"?

Svörin

1. Jólin.

2. 4.

3. Betlehem.

4. Bastían.

5. Vigdís Finnbogadóttir.

6. Brunahana.

7. Taylor Swift.

8. 7. 

9. Bjúgnakrækir.

10. Sauðárkróki.

11. Emil.

12. Mt. Everest.

13. Spádómskertið, Betlehemskertið, Hirðakertið og Englakertið.

14. Engir.

15. Svíþjóð.