21
2024 April

Hvað er lesmessa? Jú, þá er allt lesið, en lítið sungið. Lesmessan fer fram í Bústaðakirkju sunnudagskvöldið 24. júlí kl. 20.

Skírnin verður umfjöllunarefnið, en guðspjall dagsins eru orð Jesú úr Matteusarguðspjalli sem kallast skírnarskipunin og hljóðar svo: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“

Kvöldmessur eru í Bústaðakirkju í allt sumar klukkan 20, nema um Verslunarmannahelgina, þá er messufrí. Heimilislegt helgihald með Taize sálmum og fleiri sálmum, auk hugleiðinga og bæna, er uppistaða dagskrárinnar í kvöldmessum Bústaðakirkju í sumar.

Verið hjartanlega velkomin.

Staðsetning / Sókn