02
2024 November

Kyrrðarbænastundir í Grensáskirkju á fimmtudögum kl. 18.15

Á fimmtudögum kl. 18.15 er iðkuð Kyrrðarbæn (e. Centering Prayer) í Grensáskirkju. Kyrrðarbæn er aðferð sem þróuð var í Bandaríkjunum á grundvelli kristinnar hugleiðsluhefðar. Hún færir okkur frá samtali við Guð til samfélags við Guð. Við hvílum í Guði og opnum okkur fyrir nærveru Guðs sem vinnur sitt læknandi verk innra með okkur. 

Aðferð Kyrrðarbænarinnar er í fjórum skrefum, sjá Kyrrðarbæn - Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi (kyrrdarbaen.is)

1. Veldu þér bænarorð sem tákn um þann ásetning þinn að játast nærveru Guðs og verki hans innra með þér. 

2. Komdu þér þægilega fyrir með lokuð augu. Berðu fram orðið, í hljóði, sem tákn um þann ásetning þinn að játast nærveru Guðs og verki hið innra með þér. 

3. Þegar við verðum upptekin af hugsunum okkar snúum við okkur blíðlega að bænarorðinu á ný. 

4. Við höfum augun áfram lokuð í fáeinar mínútur að bænastund lokinni. 

Umsjón með stundunum hafa Ingunn Björnsdóttir og sr. Bára Friðriksdóttir frá Kyrrðarbænasamtökunum á Íslandi ásamt sr. Maríu Guðrúnar. Ágústsdóttur, presti í Fossvogsprestakalli. Við erum öll velkomin, skráning er óþörf.