Kyrrðarbænastundir í Grensáskirkju á fimmtudögum kl. 18.15
Á fimmtudögum kl. 18.15 er iðkuð Kyrrðarbæn (e. Centering Prayer) í Grensáskirkju. Kyrrðarbæn er aðferð sem þróuð var í Bandaríkjunum á grundvelli kristinnar hugleiðsluhefðar. Hún færir okkur frá samtali við Guð til samfélags við Guð. Við hvílum í Guði og opnum okkur fyrir nærveru Guðs sem vinnur sitt læknandi verk innra með okkur.
Aðferð Kyrrðarbænarinnar er í fjórum skrefum, sjá Kyrrðarbæn - Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi (kyrrdarbaen.is):
1. Veldu þér bænarorð sem tákn um þann ásetning þinn að játast nærveru Guðs og verki hans innra með þér.
2. Komdu þér þægilega fyrir með lokuð augu. Berðu fram orðið, í hljóði, sem tákn um þann ásetning þinn að játast nærveru Guðs og verki hið innra með þér.
3. Þegar við verðum upptekin af hugsunum okkar snúum við okkur blíðlega að bænarorðinu á ný.
4. Við höfum augun áfram lokuð í fáeinar mínútur að bænastund lokinni.
Umsjón með stundunum hafa Ingunn Björnsdóttir og sr. Bára Friðriksdóttir frá Kyrrðarbænasamtökunum á Íslandi ásamt sr. Maríu Guðrúnar. Ágústsdóttur, presti í Fossvogsprestakalli. Við erum öll velkomin, skráning er óþörf.