30
2025 March

Séra Vigfús Bjarni var gestur dagsins

Eldri borgarastarfið í Bústaðakirkju er blómlegt og dagskráin fjölbreytt þetta misserið. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni sér um skipulagningu og framkvæmd, í samstarfi við Andreu Þóru Ásgeirsdóttur kirkjuvörð og fleiri. 

Miðvikudaginn 12. febrúar sl. kom séra Vigfús Bjarni Albertsson í heimsókn. Hann las úr nýrri bók sinni Hver vegur að heiman er vegur heim, sem Skálholtsútgáfan gaf út fyrir jólin. 

Góður rómur var gerður af erindinu og heimsókninni. 

Kynnið ykkur dagskrána framundan í eldri borgarastarfinu, en hún er fjölbreytt. Miðvikudaginn 19. febrúar mun Elín Elísabet Jóhannsdóttir fræðslustjóri þjóðkirkjunnar fjalla um Bjargráð í kjölfar makamissis

Við þökkum séra Vigfúsi Bjarna heimsóknina og óskum honum til hamingju með bókina. 

Á myndinni má sjá þau Hólmfríði og séra Vigfús Bjarna, glaðhlakkaleg eftir vel heppnað erindi. 

Verið hjartanlega velkomin í eldri borgarastarfið í Bústaðakirkju.