08
2024 October

Kvöldmessa og morgunmessa alla sunnudaga í Fossvogsprestakalli í sumar

Kvöldmessur verða alla sunnudaga í Bústaðakirkju í sumar kl. 20, en morgunmessur alla sunnudaga í Grensáskirkju kl. 11. Messutímarnir í Fossvogsprestakalli verða því tveir á hverjum sunnudegi í sumar. 

Kvöldmessur í Bústaðakirkju

Kvöldmessur verða alla sunnudaga í Bústaðakirkju í sumar kl. 20. Prestar prestakallsins skipta með sér þjónustunni og Jónas Þórir organisti annast um tónlistina. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju munu skipta með sér sunnudögunum í sumar og syngja einsöng og leiða sönginn til skiptis. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. (Messufall verður í Bústaðakirkju um verslunarmannahelgina).

Altarisganga í Grensáskirkju

Messutíminn í Grensáskirkju er hefðbundinn í sumar, þ.e.a.s. alla sunnudaga kl. 11. Prestar prestakallsins skipta með sér þjónustunni og Ásta Haraldsdóttir organisti leiðir tónlistina. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Það má ganga að því sem vísu að gengið verður til altaris í helgihaldi sunnudagsins í Grensáskirkju. Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju. (Sumarlokun Grensáskirkju stendur frá 16. júlí og framyfir verslunarmannahelgi).