25
2024
November
Dagskráin hefðbundin í báðum kirkjum - Opin kirkja
Dagskráin hefðbundin í báðum kirkjum - Opin kirkja
Helgihald Fossvogsprestakalls um bænadaga og páska er hefðbundið. Helgihald verður á skírdagskvöld, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í báðum kirkjum prestakallsins, Bústaðakirkju og Grensáskirkju.
Nýbreytnin í dymbilvikunni verður að Grensáskirkju verður opin mánudaginn 25. mars og þriðjudaginn 26. mars milli kl. 14 og 18. Opna kirkjan er hugsuð fyrir alla aldurshópa sem vilja eiga saman góða stund í dymbilvikunni. Börn og fjölskyldur í páskafríi eru sérstaklega velkomin. Það verður spilað, föndrað, leikið og svo verður lukkuhjólinu snúið.
Nánari upplýsingar má finna hér.