24
2024 February

Harpa Reynis ljósmóðir á foreldramorgni

Harpa Reynis ljósmóðir mun ræða um kosti brjóstagjafar og svara spurningum á foreldramorgni í Bústaðakirkju fimmtudaginn 13. október nk. kl. 10. Foreldramorgnar í Bústaðakirkju eru opnir öllum foreldrum alla fimmtudaga á fyrstu hæð Bústaðakirkju kl. 10-12. Leikföng fyrir börnin, samvera, spjall og söngstund.

Fimmtudaginn 10. nóvember mun Hólmfríður Ólafsdóttir djákni ræða um fæðingarþunglyndi, út frá eigin reynslu og leiðir út úr því. 

Fimmtudaginn 22. desember verður aðventustund í kirkjunni, þar sem séra Þorvaldur Víðisson og Jónas Þórir kantor kirkjunnar taka á móti hópnum og leiða notalega aðventustund ásamt Ragnheiði Bjarnadóttur . 

Umsjón með foreldramorgnunum hefur Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari. Dagskrána fram að jólum má finna hér með þessari frétt. 

 

Staðsetning / Sókn