Kirkjukór Grindavíkurkirkju og barnakór
Kórar Grindavíkurkirkju héldu góðgerðartónleika í Bústaðakirkju í gærkvöldi, miðvikudagskvöldið 13. desember kl. 20. Tónleikunum var streymt í opnu streymi og tekið var við frjálsum framlögum á tiltækt reikningarnúmer til stuðnings Grindvíkingum.
Kirkjukór Grindavíkurkirkju, Barnakór Grindavíkurkirkju og söngkonan Arney Ingibjörg sungu á tónleikunum lögin á vinsælustu jólaplötu allra tíma Merry Christmas með Mariuh Carey, ásamt hljómsveit og gestasöngvara.
Tónlistarstjóri var Kristján Hrannar Pálsson.
Hljómsveitina skipuðu Þórður Sigurðarson (Rock paper sisters), píanóleikari, Daníel Helgason (hljómsveit Unu Stef) bassaleikari, Kristján Hrannar Pálsson sem lék á hammond og Óskar Þormarsson (Fjallabræður) sem lék á trommur.
Gestasöngvari var Jón Emil Karlsson.
Bústaðakirkja veitti kirkjukór Grindavíkurkirkju og þeim öðrum sem komu fram, aðstöðuna í Bústaðakirkju sér að kostnaðarlausu. Einnig færði söfnuður Bústaðakirkju, Grindavíkurkirkju, nýja áritaða altarisbiblíu að gjöf.
Kvenfélag Bústaðasóknar lagði einnig Kvenfélagi Grindavíkur lið, seldu áritaðar sérvéttur frá Kvenfélagi Grindavíkur fyrir rúmlega hálfa milljón króna. Til viðbótar því þá lagði Kvenfélag Bústaðasóknar 300 þ.kr. til Kvenfélags Grindavíkur, til stuðnings íbúum. Samtals lagði því Kvenfélag Bústaðasóknar kr. 800.000.- inn á reikning Kvenfélags Grindavíkur.
Við þökkum kirkjukórum Grindavíkurkirkju frábæra tónleika í gær.
Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Á myndinn hér til hliðar má sjá Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, flytja ávarp á tónleikunum. Hann tók einnig þátt í söng og leik með hljómsveit hússins.
Við þökkum öllum fyrir komuna í Bústaðakirkju í gærkvöldi.
Séra Elínborg tók við gjöfum frá söfnuði Bústaðakirkju og Kvenfélagi Bústaðasóknar
Séra Elínborg Gísladóttir, tók við gjöfum frá söfnuði Bústaðakirkju og Kvenfélagi Bústaðasóknar, f.h. Grindvíkinga.
Bænin árituð inn í altarisbiblíunni
Söfnuður Bústaðakirkju lét árita orðin hér til hliðar inn í altarisbiblíuna sem séra Daníel Ágúst Gautason afhenti séra Elínborgu Gísladóttur sóknarpresti.
Gjafabréfið frá Kvenfélagi Bústaðasóknar
Kvenfélag Bústaðasóknar lagði Kvenfélagi Grindavíkur til 800 þ.kr. samkvæmt kveðjunni hér til hliðar. En Hólmfríður Ólafsdóttir djákni afhenti Grindvíkingum gjafabréfið í tengslum við tónleikana í gær.
Við þökkum öllum fyrir komuna í Bústaðakirkju í gærkvöldi.