09
2024 October

Kammerkórinn og einsöngvarar úr kórnum

Kammerkór Bústaðakirkju hélt glæsilega tónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju miðvikudaginn 9. október kl. 12:05. Yfir 100 manns mættu á tónleikana, sem séra Sigríður Kristín Helgadóttir annaðist um að leiða. 

Jónas Þórir organisti hafði veg og vanda að dagskránni og leiddi tónlistina. Yfirskrift tónleikanna að þessu sinni var: Ættjarðarlög, 80 ára afmæli lýðveldisins.

Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Gréta Hergils Valdimarsdóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir sungu einsöng. 

Við þökkum öllum fyrir komuna og stuðninginn við Bleiku slaufuna og Ljósið.

Verið hjartanlega velkomin á dagskrána í Bleikum október í Bústaðakirkju. 

Dagskráin framundan

Dagskráin í Bleikum október í Bústaðakirkju er rík og fjölbreytt. Um er að ræða hádegistónleika alla miðvikudaga, fræðsluerindi á völdum miðvikudögum og sunnudögum og tónlistarveislu í helgihaldi sunndagsins. 

Hér má sjá dagskrána í heild.

Verið hjartanlega velkomin.