27
2024 maí

Heimsókn frá félagsstarfi eldriborgara á Akranesi

Félagsstarf eldriborgara fékk góða heimsókn frá félagsstarfinu í Akraneskirkju. Gott vinasamband er milli kirknanna og hefur sú hefð haldist í yfir 20 ár að félagsstarfið heimsækir hvort annað. Þetta hefur haldist í gegnum öll árin nema þegar að samgöngutakmarkanir í covid bönnuðu mannfagnaði. Við áttum góða stund í kirkjunni þar sem sungið var saman og séra María Guðrúnar Ágústsdóttir og Hólmfríður djákni ásamt Jónasi Þóri organista stjórnuðu ferðinni. Siðan beið okkar hlaðið veisluborð sem húsmóðirin í Bústaðakirkju, Sigurbjörg Þráinsdóttir, hafði töfrað fram. Marteinn Snævarr Sigurðsson söng nokkur falleg lög og Jónas Þórir spilaði undir. Skemmtileg stund og við í Bústaðakirkju erum farin að hlakka til að fara á Skagann á næsta ári.