02
2024 November

Kristján Gíslason gestur í eldri borgara starfi Bústaðakirkju

Kristján Gíslason var fyrstu Íslendinga til að fara einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn. Hann hjólaði nærri 48.000 km um 35 löng í fimm heimsálfum á rúmum 10 mánuðum. Hér er hann að segja frá í Bústaðakirkju miðvikudaginn 15. mars 2023. 

Myndir frá framandi slóðum

Hann fór sem sagt einn á hjóli í hnattferð. Sitt sýndist hverjum um þetta uppátæki hans þegar hann sagði frá fyrirætlun sinni. "Meiri vitleysan," sögðu sumir en aðrir hvöttu hann til dáða. Sá sem Kristján Tók mest mark á sagði: "Aldrei hætta að þora!". Það var faðir hans heitinn. Með þau orð að vopni hélt Kristján á vit ævintýranna og 10 mánuðum síðar sneri hann heim, breyttur maður. 

Í Bústaðakirkju sýndi hann fjölmargar myndir frá ferðum sínum.

Kristján er áhugaljósmyndari og gaf út bók sem ber yfirskriftina. "Einn á hjóli í hnattferð", þar sem fjöldi fallegra mynda er að finna, frá ferðum hans. Við þær myndasyrpur hafa verið fléttaðar frásagnir, eins konar stiklur, sem unnar eru upp úr yfirgripsmikilli ferðadagbók sem Kristján hélt. 

Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til góðgerðarmála. Meiri upplýsingar um bókina má finna hér: www.hringfarinn.is. 

Góður rómur var gerður af heimsókninni

Góður rómur var gerður af kynningu Kristjáns og heimsókn.

Við þökkum Kristjáni Gíslasyni innilega fyrir komuna í Bústaðakirkju og hvetjum fólk til að kynna sér störfin hans og góðgerðarstarf, enn frekar.

Staðsetning / Sókn