Vorhátíð barnastarfsins: Barnamessa í Bústaðakirkju
Vorhátíð barnastarfsins fer fram í barnamessu í Bústaðakirkju sunnudaginn næstkomandi, 12. maí, kl. 11. Um er að ræða síðustu barnamessu vetrarins. Barnamessan er eina messsan þennan daginn í Bústaðakirkju. Danni, María, Sólveig, Hilda, Kata, Iðunn og Jónas Þórir leiða stundina.
Byrjað verður á léttri og skemmtilegri stund inni í kirkju þar sem barnakór Fossvogs mun syngja. Þá verða nemendur við Leiðtogaskóla Þjóðkirkjunnar útskrifaðir í stundinni, en góður hópur frá Fossvogsprestakalli hefur tekið þátt í skólanum þetta árið. Við lok stundar verður nýi krossinn sem er hellulagður fyrir utan kirkjuna blessaður.
Eftir stundina verður boðið upp á grillaðar pylsur, ungleiðtogar sjá um andlitsmálun og blöðrudýr, og svo verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin.
Með vorhátíðinni lýkur barnamessunum þennan veturinn. Við þökkum innilega fyrir frábæra þátttöku í barnamessunum í vetur. Barnamessurnar hefjast svo að nýju í september og verða að venju alla sunnudaga kl. 11 í Bústaðakirkju næsta vetur.
Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.