Vorhátíð og grillpartý

Sunnudaginn 14. maí kl. 11:00 fer fram vorhátíð barnastarfsins í Bústaðakirkju. Um er að ræða síðustu barnamessu vetrarins, þar sem Daníel Ágúst Gautason djákni og Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi munu leiða stundina ásamt séra Þorvaldi Víðissyni og leiðtogum. Jónas Þórir leikur á flygil og stjórnar tónlistinni að vanda. Barnamessan er eina messa dagsins í Bústaðakirkju. Sunnudagaskólalögin verða sungin, Biblíusaga sögð og bænir beðnar. Aldrei að vita nema rebbi refur kíki í heimsókn. Við fáum svo að skoða í fjársjóðskistuna og svo er spurning hvort einhver eigi afmæli, eða hafi átt afmæli síðustu dagana. 

Að lokinni stund í kirkjunni er öllum viðstöddum boðið í pylsupartý í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Pylsur verða grillaðar og við gerum okkur saman glaðan dag. 

Með vorhátíðinni lýkur barnamessunum þennan veturinn. Við þökkum innilega fyrir frábæra þátttöku í barnamessunum í vetur. Barnamessurnar hefjast svo að nýju í september og verða að venju alla sunnudaga kl. 11 í Bústaðakirkju næsta vetur.

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.

Barnamessa og grillpartý

Sunnudaginn 14. maí kl. 11:00 fer fram vorhátíð barnastarfsins í Bústaðakirkju. Um er að ræða síðustu barnamessu vetrarins, þar sem Daníel Ágúst Gautason djákni og Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi munu leiða stundina ásamt séra Þorvaldi Víðissyni og leiðtogum. Jónas Þórir leikur á flygil og stjórnar tónlistinni að vanda. Barnamessan er eina messa dagsins í Bústaðakirkju. Sunnudagaskólalögin verða sungin, Biblíusaga sögð og bænir beðnar. Aldrei að vita nema rebbi refur kíki í heimsókn. Við fáum svo að skoða í fjársjóðskistuna og svo er spurning hvort einhver eigi afmæli, eða hafi átt afmæli síðustu dagana. 

Pylsupartý í safnaðarheimilinu

Að lokinni stund í kirkjunni er öllum viðstöddum boðið í pylsupartý í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Pylsur verða grillaðar og við gerum okkur saman glaðan dag. 

Með vorhátíðinni lýkur barnamessunum þennan veturinn. Við þökkum innilega fyrir frábæra þátttöku í barnamessunum í vetur. Barnamessurnar hefjast svo að nýju í september og verða að venju alla sunnudaga kl. 11 í Bústaðakirkju næsta vetur.

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.