Anna Sigríður Helgadóttir alt syngur einsöng í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 17. júlí kl. 20. Jónas Þórir, kantor, leikur á hammond. Þau munu jafnframt leiða safnaðarsöng þar sem sálmar með syngjandi sveiflu verða aðallega á dagskrá.

Hvað er að trúa? Hvað þýðir hugtakið trú í þínum huga? Eru meðal þeirra spurninga sem textar dagsins fjalla um. Séra Þorvaldur Víðisson leiðir stundina ásamt messuþjónum.

Helgihaldið í Bústaðakirkju í sumar fer fram á sunnudögum klukkan 20. Þar er um að ræða heimilislegt helgihald með sálmum, bænum og hugleiðingu.

Verið hjartanlega velkomin.

 

Anna Sigríður Helgadóttir alt syngur einsöng í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 17. júlí kl. 20. Jónas Þórir, kantor, leikur á hammond. Þau munu jafnframt leiða safnaðarsöng þar sem sálmar með syngjandi sveiflu verða aðallega á dagskrá.

Hvað er að trúa? Hvað þýðir hugtakið trú í þínum huga? Eru meðal þeirra spurninga sem textar dagsins fjalla um. Séra Þorvaldur Víðisson leiðir stundina ásamt messuþjónum.

Helgihaldið í Bústaðakirkju í sumar fer fram á sunnudögum klukkan 20. Þar er um að ræða heimilislegt helgihald með sálmum, bænum og hugleiðingu.

Verið hjartanlega velkomin.