Sumarmessa í Bústaðakirkju kl. 20

Haustið er á næsta leiti. 

Næstkomandi sunnudag verður því síðasta sumarmessan þetta misserið.  

Allt tekur að falla í sínar föstu skorður í Bústaðakirkju í september, sunnudagaskólinn hefur göngu sína kl. 11, guðsþjónustur á sunnudögum verða kl. 13. 

Á sunnudaginn mun Bernadett Hegyi gleðja viðstadda með sinni fallegu söngrödd.  Jónas Þórir leikur á flygilinn.  

Sr. Sigríður Kristín flytur hugvekju og messuþjónar leiða okkur í bæn.  

Verið hjartanlega velkomin.