Samverur eru í Bústaðakirkju á miðvikudögum kl 13:00-16:00 yfir vetrartímann. Sú fyrsta er miðvikudaginn 6. september. Jónas Þórir, okkar elskulegi og síkáti organisti, mætir til leiks með fjörlega tónlist í farteskinu.
Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir starfið og með henni þær Laufey Kristjánsdóttir og Þóra Minerva Hreiðarsdóttir. Sr. María G. Ágústsdóttir heldur utan um starfið með þeim fyrstu vikurnar.
Hvað og hvernig ?
Í vetur verður spilað og föndrað sem fyrr. Þá er boðið upp á kyrrðarstund og slökun í kapellu.
Góðir gestir koma í heimsókn, sem miðla okkur af sjóðum sínum, syngja, segja frá og flytja fróðleg erindi. Prestur eða djákni annast hugleiðingu og bæn.
Sigurbjörg verður í eldhúsinu og töfrar fram meðlætið.
Kaffið kostar kr. 500.- Bílamiðar kr. 500.-