Sítróna og súkkulaði er yfirskrift fjölskyldustöðvamessu

Við hefjum veturinn með hvelli, sítrónu og súkkulaði í stöðvamessu fyrir alla fjölskylduna. Sunnudaginn 4. september kl. 11:00

Jónas Þórir spilar, félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja, Sóley, Kata, Daníel og sr. Eva Björk þjóna. Fjölskyldumessa er helgihald fyrir unga og eldri. Í stöðvamessu er boðið uppá stöðvar þar sem fjölskyldan fær að ganga um kirkjuna og kveikja á kerti, fá krossmark með vígðu vatni á ennið, sítrónu og súkkulaði. 

Verið hjartanlega velkomin

Image
Jónas