Siglfirðingamessa fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 22. maí kl. 13:00. Séra Díana Ósk Óskarsdóttir, sjúkrahúsprestur, Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni og séra Þorvaldur Víðisson þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum og fulltrúum úr stjórn Siglfirðingafélagsins. Ræðumaður Ingibjörg Hinriksdóttir, læknir. Jónas Þórir kantor stjórnar Kammerkór Bústaðakirkju. Siglfirsk lög í bland við sálma, Bjarnatónið sungið. Hið margrómaða kaffihlaðborð félagsins verður í safnaðarheimili kirkjunnar að athöfn lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.