Sunnudaginn 28. ágúst klukkan 20 verður síðasta kvöldmessa sumarsins í Bústaðakirkju, áður en við skiptum yfir í haustgírinn. Taize sálmar og fleiri sálmar og heimilislegt helgihald með bænum og hugleiðingu. Svava Kristín Ingólfsdóttir messósópran syngur og leiðir söng undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Þorvaldur Víðisson leiðir stundina ásamt messuþjónum. Að viku liðinni verður fjölskylduguðsþjónustu klukkan 11 í Bústaðakirkju. Sunnudaginn 11. september verður fyrsta barnamessan klukkan 11 í Bústaðakirkju og þann dag hefðbundin guðsþjónusta klukkan 13. Verið hjartanlega velkomin.