Hádegistónleikar, stökur og kökur í félagsstarfi eldriborgara

Tónleikar í Bleikum október og félagsstarf aldraðra miðvikudaginn 5. október. Félagsstarfið hefst með hádegistónleikum í kirkjunni klukkan 12:05. Sigurður Flosason saxafónleikari, Einar Valur Scheving trommuleikari og Jónas Þórir kantor spinna yfir sálma á fyrstu hádegistónleikunum í Bleikum október að þessu sinni. Að tónleikum loknum er boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar.

Klukkan 13 hefst hefðbundið félagsstarf eldri borgara í safnaðarsal kirkjunnar. Séra Hjálmar Jónsson fyrrv. dómkirkjuprestur kynnir bók sína "Stundum verða stökur til" með sinni alkunnu snilld og húmor. Kaffið verður á sínum stað frá kl. 14:30. Hlökkum til að sjá ykkur.

Séra Hjálmar Jónsson

Séra Hjálmar Jónsson kynnir bók sína "Stundum verða stökur til" með sinni alkunnu snilld og húmor, í félagsstarfi eldri borgara klukkan 13 í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Kaffið verður á sínum stað frá kl. 14:30. Hlökkum til að sjá ykkur.

Bleikur október í Bústaðakirkju

Bleikur október er yfirskrift listamánaðar 2022 í Bústaðakirkju. Hádegistónleikar munu fara fram alla miðvikudaga í október kl. 12:05 - 12:30. Að loknum tónleikum er boðið upp á léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimili kirkjunnar. Fjöldi listamanna munu koma fram á hádegistónleikunum og einnig í sunnudagshelgihaldi Bústaðakirkju í október.

Sigurður Flosason saxafónleikari, Kristján Jóhannsson, tenór, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, Matthías Stefánsson, fiðluleikari, Benedikt Kristjánsson, tenór, ásamt Jónasi Þóri kantor og kammerkór Bústaðakirkju, svo einhverjir séu nefndir.  

Tónlistin í sunnudagshelgihaldi októbermánaðar verður fjölbreytt, þar sem bandarísk tónlist, sálmar, gospel og blús verða í fyrirrúmi í Bolvíkingamessu 9. október. Norskir sálmar og tónlist eftir Grieg, Kverno, Lövland og fleiri, verða á oddinum 16. október. Bítlalög og ljóð verða á dagskránni 23. október. Mozart verður síðan í bleiku síðasta sunnudag októbermánaðar, þann 30. október. 

Kammerkór Bústaðakirkju ber uppi þessa fjölbreyttu dagskrá, ásamt kantor kirkjunnar, Jónasi Þóri.

Bleikur október styður Ljósið. Þ.e.a.s. tónleikagestum á hádegistónleikum í október gefst kostur á að leggja mikilvægu starfi Ljóssins lið.

Dagskrána í heild sinni má finna hér.  

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju í Bleikum október.