Á kvöldstund í Bústaðakirkju sunnudagskvöldið 26. júní kl. 20 komum við saman í kirkjunni, syngjum þekkta sálma og heyrum ritningarlestra um máltíðir og gjafmildi. Ef veður leyfir færum við okkur út í lundinn við kirkjuna þar sem við íhugum saman gjafir sumarsins. Í lok stundarinnar verður boðið upp á heita drykki og sætan bita í safnaðarheimilinu. Sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir leiðir stundina ásamt messuþjónum og Jónasi Þóri kantor.