Sæberg Sigurðarsson, barítónn, syngur í kvöldmessu í Bústaðakirkju
Sæberg Sigurðarsson, barítónn, syngur í kvöldmessu í Bústaðakirkju
Kvöldmessa fer fram í Bústaðakirkju sunnudagskvöldið 11. ágúst nk. kl. 20.
Sæberg Sigurðsson, barítónn, syngur einsöng og leiðir almennan safnaðarsöng, ásamt Jónasi Þóri, organista. Sungnir verða svokölluð "Jónasar-lög" en það eru lög eftir okkar eina sanna Jónas Þóri.
Séra Danni flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Kvöldmessurnar í Bústaðakirkju eru heimilislegar og lágstemmdar. Litúrgían er einföld, þar sem Taize sálmar eru sungnir í stað hefðbundinnar miskunnarbænar og dýrðarsöngs. Textarnir, lestrarnir og bænirnar taka mið af árstímanum og einnig því að um kvöldmessu er að ræða.
Verið hjartanlega velkomin í kvöldmessu í Bústaðakirkju.
Umsjónaraðili/-aðilar