Prjónakaffi á mánudagskvöld kl 20:00

Kristín Harðardóttir mun koma á prjónakaffi 20. október.
Hún mun kynna aðventuóvissusamprjón sem hún og dóttir hennar Tinna Tómasdóttir verða með núna á aðventunni.
Einnig mun Kristín kynna fyrir okkur prjónauppskriftirnar sínar af upphlut og strákabúning og fleira sem þær mæðgur hafa verið að gera.

kaffi er að hætti kvenfélagskvenna og við hlökkum til að sjá ykkur.

Umsjónaraðili/-aðilar