Örn Árnason leikari mun leiðbeina messuþjónum og starfsfólki Fossvogsprestakalls varðandi framsögu. Þeir sem vilja bætast í messuþjónahópana í Bústaðakirkju og Grensáskirkju eru hjartanlega velkomnir. Fræðslan hefst strax að lokinni kvöldmessu í Bústaðakirkju sem hefst kl. 20. Verið hjartanlega velkomin.