Messa og aðalsafnaðarfundur í Bústaðakirkju 21. apríl

Verum velkomin til messu í Bústaðakirkju sunnudaginn 21. apríl. Sr. María G. Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Hólmfríði Ólafsdóttur djákna og messuþjónum. Ásta Haraldsdóttir leikur með söng félaga úr Kammerkór Bústaðakirkju. 

Að messu lokinni verður haldinn aðalfundur safnaðarins.