Guðsþjónustan í Bústaðakirkju sunnudaginn 19. mars er tileinkuð Maríu, móður Jesú. Gréta Hergils, sópransöngkona, flytur þekktar Ave Mariur ásamt Jónasi Þóri og Kammerkór Bústaðakirkju. Sr. María G. Ágústsdóttir leiðir stundina. Myndin sýnir fræga höggmynd Michelangelo, Pietá. 

Árið 2012 kom út diskurinn Ave Maria þar sem sópransöngkonan Gréta Hergils flytur ellefu lög ásamt Jónasi Þóri, Matthíasi Stefánssyni filðuleikara og söngvurum úr Kammerkór Bústaðakirkju. Lögin eru öll tengd Maríu Guðsmóður, bæði erlend og íslensk og spanna tímann allt frá 16. öld til upphafs 21. aldar. Í Maríumessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 19. mars 2023 fáum við að heyra sum þessara verka í frábærum flutningi Grétu.