Verið ekki áhyggjufull

Guðspjall sunnudagsins 25. september er úr fjallræðu Jesú. Þar hvetur Jesús okkur til að leita ríkis Guðs og réttlætis. Hann hvetur okkur til að hafa ekki áhyggjur af morgundeginum, líta á liljur vallarins og til fugla himinsins. Í guðsþjónustu dagsins kl. 13 munu félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Antoníu Hevesí. Séra Þorvaldur Víðisson leiðir stundina ásamt messuþjónum.

Munið bangsablessunina í barnamessunni klukkan 11.

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.