Sunnudagskvöldið 29. maí verður fyrsta kvöldmessa sumarsins í Bústaðakirkju kl. 20:00. Ljúf og notaleg stund með kunnuglegum sálmum. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiða sönginn og Antonía Hevesi spilar á flygilinn. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Eftir messuna er messuþjónakvöld sem er opið öllum. 

Verið hjartanlega velkomin.

Umsjónaraðili/-aðilar