Kyrrð kvöldsins færist yfir

Sumarguðsþjónusturnar í Bústaðakirkju eru kl. 20. Kvöldin eru kyrrlát og fögur og að þessu sinni þjóna sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir ásamt messuhópi, Jónasi Þóri og félögum úr Kammerkór Bústaðakirkju. Við syngjum söngva sem tengjast hafinu og heyrum ritningarlestra sjómannadagsins. Verum velkomin.