Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi
Kærleiksmessa fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 21. september nk. kl. 13:00. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris, organista. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Fyrr í haust kom út hjá Skálholtsútgáfunni bókin: Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, sem er samantekt séra Þorvaldar Víðisson á ýmsum tilvitnunum um kærleikann. Bókin er safn af gömlum og nýjum tilvitnunum um kærleikann. Tilvitnanirnar eru margar fengnar úr okkar kristnu hefð, sálmum sálmabókarinnar og ritum Biblíunnar. Einnig eru í bókinni fjölmargar tilvitnanir úr ritum annarra trúarbragða sem og bókmenntum og dægurlögum, innlendum og erlendum. Starfsfólk Skálholtsútgáfunnar verður á staðnum og því hægt að kynna sér bókina og jafnvel kaupa eintak.
Verið hjartanlega velkomin í kærleiksmessu í Bústaðakirkju.

Skálholtsútgáfan gefur út, starfsfólk verður á staðnum
Kærleiksmessa fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 21. september nk. kl. 13:00. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris, organista. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Fyrr í haust kom út hjá Skálholtsútgáfunni bókin: Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, sem er samantekt séra Þorvaldar Víðisson á ýmsum tilvitnunum um kærleikann. Bókin er safn af gömlum og nýjum tilvitnunum um kærleikann. Tilvitnanirnar eru margar fengnar úr okkar kristnu hefð, sálmum sálmabókarinnar og ritum Biblíunnar. Einnig eru í bókinni fjölmargar tilvitnanir úr ritum annarra trúarbragða sem og bókmenntum og dægurlögum, innlendum og erlendum. Starfsfólk Skálholtsútgáfunnar verður á staðnum og því hægt að kynna sér bókina og jafnvel kaupa eintak.
Verið hjartanlega velkomin í kærleiksmessu í Bústaðakirkju.