Prédikun í bundnu máli?
Níuviknafastan í Bústaðakirkju hefst á Hjálmarsmessu, sunnudaginn 5. febrúar nk. kl. 13:00.
Séra Hjálmar Jónsson mun prédika
Níuviknafastan í Bústaðakirkju hefst á Hjálmarsmessu, sunnudaginn 5. febrúar nk. kl. 13:00.
Sálmarnir og tónlistin
Séra Hjálmar Jónsson fv. dómkirkjuprestur og alþingismaður mun prédika. Í nýrri sálmabók íslensku kirkjunnar sem kom út í lok síðasta árs, eru þrír sálmar eftir séra Hjálmar. Einn þeirra er við lag Jónasar Þóris kantórs Bústaðakirkju. Sálmarnir eru eftirfarandi: Þú sem líf af lífi gefur, Á dimmri nóttu bárust boð og Nú leikur blær um lífsins vor. Síðastnefndi sálmurinn er við lag Marteins H. Friðrikssonar, heitins, fyrrum dómorganista.
Einsöngur
Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantórs. Eiríkur Hreinn Helgason, Sæberg Sigurðsson og Gréta Hergils Valdimarsdóttir munu syngja einsöng.
Prédikun í bundnu máli?
Ekki er vitað hvenær síðast var prédikað í bundnu máli í kirkju á Íslandi. Getur verið að séra Hjálmar muni prédika í bundnu máli í Bústaðakirkju? Það liggur ekki fyrir þegar þetta er skrifað en mun koma í ljós á sunnudaginn.
Altarisganga og fermingarbörn
Gengið verður til altaris og eru fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin til þátttöku. Verið hjartanlega velkomin í Hjálmarsmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 5. febrúar nk. kl. 13:00.