
Bjössi Thor gítarleikari leikur bítla- og abbalög
Bjössi Thor gítarleikari leikur bítla- og abbalög
Á sunnudaginn er að venju guðsþjónusta kl. 13 í Bústaðakirkju.
Vers vikunnar á kirkjan.is er fengið úr Fyrsta Jóhannesarbréfi en þar stendur skrifað:
"Og þetta boðorð höfum við frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn og systur." (1.Jóh 4.21).
Við hugleiðum lestra dagsins og sameinumst í almennri kirkjubæn.
Í fjarveru Jónas Þóris organista mun Bjössi Thor gítarleikari mæta og leika fyrir viðstadda bítla- og abbalög sem er í takt við yfirskrift bleiks októbers í Bústaðakirkju: Friður og kærleikur.
Sr. Sigríður þjónar fyrir altari og messuþjónar leiða viðstadda í bæn og lesa lestra dagsins.
Verið öll hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Umsjónaraðili/-aðilar