Foreldramorgnar í Bústaðakirkju

Á foreldramorgnum í Bústaðakirkju hittast foreldrar með börnin sín til að spjalla og eiga góða stund saman á meðan börnin leika sér. 

We welcome parents and young children to the church hall on Thursdays at 10 o´clock. 

Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari tekur vel á móti öllum, stórum sem smáum, með hressingu, söngstund og ýmsu skemmtilegu. 

Foreldramorgnarnir hafa sína eigin síðu á FB. Þar segir meðal annars:

Foreldramorgnar eru í Bústaðakirkju alla fimmtudaga (nema lögboðna frídaga) yfir vetrarmánuðina frá kl. 10-12. Um er að ræða opið hús og velkomið að koma hvenær sem er á þessum tíma. Alltaf heitt á könnunni og eitthvað meðlæti, leikföng fyrir börnin og söngstund sem er mjög vinsæl hjá litla fólkinu. Í hverjum mánuði er boðið upp á fræðslu og kynningar og einu sinni í mánuði er Pálínuboð þar sem allir sem tök hafa á koma með eitthvða gott á sameiginlegt hlaðborð.