Barnastarfið hefst með fjölskyldumessu

Sunnudaginn 3. september kl. 11 fer fram fjölskylduguðsþjónusta í Bústaðakirkju. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris, organista. Daníel Ágúst Gautason djákni og séra Þorvaldur Víðisson leiða stundina, ásamt messuþjónum. Stundin verður á nótum barnanna, þar sem barnasálmarnir verða sungnir, kveikt verður á altariskertunum, Biblíusaga verður sögð, bænir beðnar og brúður koma í heimsókn. Að viku liðinni munu barnamessurnar hefjast að nýju klukkan 11 og guðsþjónusta verður kl. 13. Síðasta kvöldmessa sumarsins var síðasta sunnudag, svo nú erum við komin í haust- og vetrargírinn í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin í fjölskylduguðsþjónustu í Bústaðakirkju. Nánari upplýsingar um starfið í Fossvogsprestakalli í vetur má sjá hér. 

Á nótum barnanna

Sunnudaginn 3. september kl. 11 fer fram fjölskylduguðsþjónusta í Bústaðakirkju. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris, organista. Daníel Ágúst Gautason djákni og séra Þorvaldur Víðisson leiða stundina, ásamt messuþjónum. Stundin verður á nótum barnanna, þar sem barnasálmarnir verða sungnir, kveikt verður á altariskertunum, Biblíusaga verður sögð, bænir beðnar og brúður koma í heimsókn. 

Haust- og vetrardagskráin hafin

Fjölskylduguðsþjónustan markar upphaf haust- og vetrarstarfsins í Bústaðakirkju. Að viku liðinni munu barnamessurnar hefjast að nýju klukkan 11 og guðsþjónusta verður kl. 13. Síðasta kvöldmessa sumarsins var síðasta sunnudag, svo nú erum við komin í haust- og vetrargírinn í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin í fjölskylduguðsþjónustu í Bústaðakirkju. Nánari upplýsingar um safnaðarstarfið í Fossvogsprestakalli má sjá hér á myndinni.