Fermingar halda áfram í Bústaðakirkju

Fermingar hófust í Bústaðakirkju um liðna helgi. Á Pálmasunnudag 24. mars halda fermingarnar áfram og verða 28 börn fermd í tveimur athöfnum kl. 10:30 og kl. 13:00. Alls fermast 97 börn í Bústaðakirkju í fimm athöfnum þessa dagana.

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir og séra Þorvaldur Víðisson annast um fermingarnar, fermingarbörnin sjálf taka virkan þátt í ritningarlestrum og fleiru í athöfninni sjálfri. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja, Jónas Þórir leikur á orgel. 

Allir eru hjartanlega velkomnir til helgihaldsins og engar takmarkanir eru á fjölda gesta með hverju fermingarbarni. 

Barnamessan fer fram í Grensáskirkju klukkan 11 á Pálmasunnudag, vegna ferminga í Bústaðakirkju. 

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku.

Tæplega 100 fermingarbörn í Bústaðakirkju á þessu vori

Fermingar hófust í Bústaðakirkju um liðna helgi. Á Pálmasunnudag 24. mars halda fermingarnar áfram og verða 28 börn fermd í tveimur athöfnum kl. 10:30 og kl. 13:00. Alls fermast 97 börn í Bústaðakirkju í fimm athöfnum þessa dagana.

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir og séra Þorvaldur Víðisson annast um fermingarnar, fermingarbörnin sjálf taka virkan þátt í ritningarlestrum og fleiru í athöfninni sjálfri. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja, Jónas Þórir leikur á orgel. 

Allir eru hjartanlega velkomnir til helgihaldsins og engar takmarkanir eru á fjölda gesta með hverju fermingarbarni. 

Barnamessan fer fram í Grensáskirkju klukkan 11 á Pálmasunnudag, vegna ferminga í Bústaðakirkju. 

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku.

(Myndin með fréttinni var tekin af fermingarhópi síðasta sunnudag 18. mars)