Tveir stórir fermingarhópar á Pálmasunnudag

Sunnudaginn 26. mars sl. hófust fermingar í Bústaðakirkju. Löng hefð er fyrir því að fermingardagarnir í Bústaðakirkju séu sunnudagurinn fyrir Pálmasunnudag, Pálmasunnudagur og annar í páskum. 

Fermingarbörn vorsins í Bústaðakirkju fermast í fimm athöfnum, sunnudaginn 26. mars nk. kl. 10:30 og kl. 13:00, á Pálmasunnudag 2. apríl kl. 10:30 og kl. 13:00 og síðan á öðrum degi páska, 10. apríl kl. 11:00.

Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju munu syngja undir stjórn Jónasar Þóris, kantórs kirkjunnar. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir og séra Þorvaldur Víðisson þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum. Kvenfélagskonur aðstoða fermingarbörnin í kirtlana og við framkvæmd altarisgöngunnar. 

Það er mikil hátíð í kirkjunni þegar fermingar standa yfir. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í helgihaldinu, en engin takmörk eru fyrir fjölda þátttakenda með hverju fermingarbarni. 

Verið hjartanlega velkomin

Sunnudaginn 26. mars sl. hófust fermingar í Bústaðakirkju. Löng hefð er fyrir því að fermingardagarnir í Bústaðakirkju séu sunnudagurinn fyrir Pálmasunnudag, Pálmasunnudagur og annar í páskum. 

Fermingarbörn vorsins í Bústaðakirkju fermast í fimm athöfnum, sunnudaginn 26. mars nk. kl. 10:30 og kl. 13:00, á Pálmasunnudag 2. apríl kl. 10:30 og kl. 13:00 og síðan á öðrum degi páska, 10. apríl kl. 11:00.

Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju munu syngja undir stjórn Jónasar Þóris, kantórs kirkjunnar. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir og séra Þorvaldur Víðisson þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum. Kvenfélagskonur aðstoða fermingarbörnin í kirtlana og við framkvæmd altarisgöngunnar. 

Það er mikil hátíð í kirkjunni þegar fermingar standa yfir. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í helgihaldinu, en engin takmörk eru fyrir fjölda þátttakenda með hverju fermingarbarni.