Heimsókn til vina okkar á Álftanesi

Á miðvikudaginn verður ekki félagsstarf í safnaðarsalnum heldur ætlum við að skreppa í heimsókn til vina okkar Álftanesi. Það hefur skapast vinasamband milli eldriborgarstarfsins í Bústaðakirkju og eldriborgarstarfsins í Bessastaðakirkju sem er yndislegt. Það gefur okkur tilefni til þess að heimsækja hvort annað. Hægt er að skrá sig í Bústaðakirkju til þriðjudagsins 8. apríl. farið verður frá Bústaðakirkju kl 13:30 með rútu. verð í rútuna er 2500 kr. Hlökkum til að fá ykkur með.

Umsjónaraðili/-aðilar