Félagsstarf eldriborgara miðvikudag frá kl 13-16

opið hús frá kl 13-16, spjall, slökun, hugleiðing,bæn og kaffið góða frá Sigurbjörgu. Gestur dagsins er Bjarki Sveinbjörnsson og segir hann frá söngkonunnui Elsu Sigfúss í máli og myndum. Elsa Sigfúss lagði heiminn að fótum sér fljótlega eftir hún útskrifast úr söngnámi 1934. Þrátt fyrir ungan aldur þótti hún hafa framúrskarandi tækni og einstakan hljóm. Elsa vann lengst við að syngja í útvarpsdagskrám á norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Elsa starfaði með þekktustu tónlistarmönnum síns tíma á sviði léttrar tónlistar.