Félagsstarf eldriborgara miðvikudag frá kl 13-16, erindi um hitaveitustokkinn

Félagsstarf eldriborgara

Opið hús á miðvikudag frá kl 13-16. Spilað og unnin handavinna. Hólmfríður djákni er með slökun kl 13:30, prestar eru með hugleiðingu og bæn, kaffið góða frá Sigurbjörgu kl 14:30. Gestur kaffisins er Ásgrímur Guðmundsson en hann segir okkur frá byggingu hitaveitustokksins frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Erindið er í máli og myndum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Umsjónaraðili/-aðilar