Tónleikar í hádegi og opið hús í safnaðarsal á eftir í október

Bleikur október heldur áfram og verða fjórðu hádegistónleikarnir á miðvikudag kl 12:05.  Benedikt Kristjánsson tenór syngur og Jónas Þórir leikur undir. Strax eftir súpuna kemur Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og kynnir fyrir okkur nýja sálma, segir frá nýju sálmabókinni og jafnvel fær okkur til þess að syngja með. Kaffið verður á sínum stað kl 14:30, prestar verða með hugleiðingu og bæn. Hólmfríður djákni heldur utanum stundina.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.