Eyjalögin og hinn góði boðskapur

Eyjamessa fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 28. janúar nk. kl. 13. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Ástu Haraldsdóttur organista. Védís Guðmundsdóttir leikur á þverflautu. Rósalind Gísladóttir syngur einsöng. Dagur Sigurðsson syngur og einnig Þorsteinn Lýðsson, við undirleik Rúnars Inga Guðjónssonar. 

Á dagskrá verða Eyjalögin, Ágústnótt, Heima, Eyjan græna, Vestmannaeyjabær, Ég veit þú kemur, Eyjan mín bjarta, Sólbrúnir vangar og gamla gatan, svo eitthvað sé nefnt. 

Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson prédikar, en hann var sóknarprestur í Vestmannaeyjum á árunum 1975 til 1990. Séra Þorvaldur Víðisson mun þjóna, ásamt messuþjónum og fulltrúum úr stjórn Átthafafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík (ÁtVR). 

Í goskaffi að lokinni messu mun Guðrún Erlingsdóttir, formaður ÁtVR, spjalla við systkinin Hjálmfríði Sveinsdóttur, fv. skólastjóra í Eyjum og kennara Eyjabarna í Hveragerði í gosinu, og Þorgeir Magnússon, sálfræðing, sem vann rannsókn á námsárangri Eyjabarna í tengslum við gosið. Þorgeir bjó í Eyjum bæði fyrir og eftir gos og upplifði því miklar breytingar á samfélaginu. Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona og Eyjakona, les úr dagbók móður sinnar og segir frá líðan sinni og skólasókn í gosinu. Kaffi og eitthvað sætt með því í messukaffinu í boði Bústaðakirkju og ÁtVR. 

Verið hjartanlega velkomin í Eyjamessu í Bústaðakirkju. 

Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson, fv. sóknarprestur í Vestmannaeyjum

Eyjamessa fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 28. janúar nk. kl. 13. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Ástu Haraldsdóttur organista. Védís Guðmundsdóttir leikur á þverflautu. Rósalind Gísladóttir syngur einsöng. Dagur Sigurðsson syngur og einnig Þorsteinn Lýðsson, við undirleik Rúnars Inga Guðjónssonar. 

Á dagskrá verða Eyjalögin, Ágústnótt, Heima, Eyjan græna, Vestmannaeyjabær, Ég veit þú kemur, Eyjan mín bjarta, Sólbrúnir vangar og gamla gatan, svo eitthvað sé nefnt. 

Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson prédikar, en hann var sóknarprestur í Vestmannaeyjum á árunum 1975 til 1990. Séra Þorvaldur Víðisson mun þjóna, ásamt messuþjónum og fulltrúum úr stjórn Átthafafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík (ÁtVR). 

Í goskaffi að lokinni messu mun Guðrún Erlingsdóttir, formaður ÁtVR, spjalla við systkinin Hjálmfríði Sveinsdóttur, fv. skólastjóra í Eyjum og kennara Eyjabarna í Hveragerði í gosinu, og Þorgeir Magnússon, sálfræðing, sem vann rannsókn á námsárangri Eyjabarna í tengslum við gosið. Þorgeir bjó í Eyjum bæði fyrir og eftir gos og upplifði því miklar breytingar á samfélaginu. Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona og Eyjakona, les úr dagbók móður sinnar og segir frá líðan sinni og skólasókn í gosinu. Kaffi og eitthvað sætt með því í messukaffinu í boði Bústaðakirkju og ÁtVR. 

Verið hjartanlega velkomin í Eyjamessu í Bústaðakirkju.