Eyjamessa í Bústaðakirkju

Eyjamessa fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 15. janúar nk. kl. 13.

Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup em. og prestur í Vestmannaeyjum á tímum gossins, prédikar. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum flytur ávarp, séra Þorvaldur Víðisson, sóknarprestur í Bústaðakirkju og fyrrum prestur í Vestmanneyjum þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum, Guðrún Erlingsdóttir, formaður Átthagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík, flytur ávarp og Jónas Þórir organisti leiðir tónlistina.

Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris, sem og Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari, Gísli Helgason flautuleikari og Rósalind Gísladóttir söngkona. Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík annast um veitingarnar í gosmessukaffi að guðsþjónustu lokinni. Í kaffinu munu tvö systkini sem voru 9 ára og 17 ára í gosinu segja frá reynslu sinni er þau flúðu ásamt öllum íbúum Vestmannaeyja í gosinu, frá Eyjum.

Hin fræga mynd af kirkjugarðshliðinu í Eyjum með gosið í bakgrunni

Eyjamessa fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 15. janúar nk. kl. 13.

Heimaeyjargosið hófst 23. janúar 1973. Gosið er fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi. Giftusamlegri björgun á fólki og stórum hluta af eignum er minnst þegar gosið er rifjað upp. Þó að nýjar kynslóðir Íslendinga hafi ekki upplifað atburðina örlagaríku eru þeir þó greyptir í hjörtu Eyjamanna. Minningarnar lifa og munu berast frá manni til manns, frá kynslóð til kynslóðar.

Sem lið í þeirri þakkargjörð sem björgun á íbúum var og endurreisn byggðarinnar er efnt til Eyjamessu í aðdraganda 50 ára afmælis gosupphafsins.

Eyjamessan fer fram í Bústaðakirkju, sunnudaginn 15. janúar kl. 13.

Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup em. og prestur í Vestmannaeyjum á tímum gossins, prédikar. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum flytur ávarp, séra Þorvaldur Víðisson, sóknarprestur í Bústaðakirkju og fyrrum prestur í Vestmanneyjum þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum, Guðrún Erlingsdóttir, formaður Átthagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík, flytur ávarp og Jónas Þórir organisti leiðir tónlistina.

Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris, sem og Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari, Gísli Helgason flautuleikari og Rósalind Gísladóttir söngkona.

Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík annast um veitingarnar í gosmessukaffi að guðsþjónustu lokinni. Í kaffinu munu tvö systkini sem voru 9 ára og 17 ára í gosinu segja frá reynslu sinni er þau flúðu ásamt öllum íbúum Vestmannaeyja í gosinu, frá Eyjum.

Verið hjartanlega velkomin í Eyjamessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 15. janúar nk. kl. 13:00.