Marsmánuður helgaður börnum og ungmennum í Bústaðakirkju

Frásagan af Davíð og Golíat er einn af textum sunnudagsins sem lesinn verður í guðþjónstunni í Bústaðakirkju. Antonía Hevesi mun leika á orgel og flygil og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt messuþjónum. 

Í marsmánuði er áhersla lögð á börn og ungmenni í helgihaldi Bústaðakirkju. Sunnudaginn 5. mars, sem var Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar, söng barnakór TónGraf og TónFoss í barnamessu morgunsins og krakkar úr tónlistarskólanum TónGraf og TónFoss léku í guðsþjónustu dagsins kl. 13.

Það er því fagnaðarefni að Skólahljómsveit Austurbæjar skuli taka þátt í barnamessu dagsins kl. 11. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

Skólahljómsveit Austurbæjar

Skólahljómsveit Austurbæjar, B-sveitin, mun leika í guðsþjónustu í Bústaðakirkju, sunnudaginn 12. mars kl. 13. Skólastjóri og stjórnandi Skólahljómsveitar Austurbæjar er Snorri Heimisson. Antonía Hevesi mun leika á orgel og flygil og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt messuþjónum. 

Í marsmánuði er áhersla lögð á börn og ungmenni í helgihaldi Bústaðakirkju. Sunnudaginn 5. mars, sem var Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar, söng barnakór TónGraf og TónFoss í barnamessu morgunsins og krakkar úr tónlistarskólanum TónGraf og TónFoss léku í guðsþjónustu dagsins kl. 13.

Það er því fagnaðarefni að Skólahljómsveit Austurbæjar skuli taka þátt í helgihaldi dagsins með okkur að þessu sinni. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

Umsjónaraðili/-aðilar