Á gamlárskvöld er gott að koma í kirkju, minnast ársins sem er að líða og finna frið í hjarta. 

Aftansöng í Bústaðakirkju þann 31. desember 2023 annast sr. María og Jónas Þórir. Einsöngvari er Margrét Hannesdóttir. Gunnar Kristinn Óskarsson leikur á trompet. Stundin hefst kl. 18. 

Úr hátíðatóni sr. Bjarna Þorsteinssonar við aftansöng á nýársnótt: 

Lofað sé nafnið Drottins héðan í frá og að eilífu.

Frá sólarinnar uppgöngu allt til hennar niðurgöngu

sé nafnið Drottins vegsamað. 

 

Myndina tók Árni Svanur Daníelsson.