Í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, biðjum við sérstaklega fyrir þeim sem eru á faraldsfæti um helgina. Megi góður Guð vaka yfir öllum sem eru á ferðalagi og skila öllum heilum heim. Jón Oddgeir Guðmundsson á Akureyri hefur í áratugi staðið að gerð ferðabæna. Eftirfarandi bæn er hægt að fá hjá honum á límmiða til að setja á mælaborðið í bílnum: 

Drottinn Guð, veit mér vernd þína, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið. Í Jesú nafni. Amen. 

Náðugi Guð. Fylgd þeim sem fara um loftsins vegu. Vernda alla á sjó og landi. Afstýr slysum og veit af miskunn þinni náð og kærleika. Amen. 

Næsta helgihald í Fossvogsprestakalli er að viku liðinni, 7. ágúst nk. Þá verður messa með altarisgöngu í Grensáskirkju kl. 11 og kvöldmessa í Bústaðakirkju klukkan 20. Verið hjartanlega velkomin. 

Umsjónaraðili/-aðilar